Verjumst: Fréttir af þróun / nýir eiginleikar

Um þessar mundir eru um 20 fyrirtæki að prófa Verjumst. Endurgjöf frá prófunaraðilum hefur hjálpað mikið við forgangsröðun. Markmiðið er áfram það sama: að gera stjórnarhætti í upplýsingatækni einfaldari í framkvæmd, án þess að fórna fagmennsku eða rekjanleika.

Þjónustuaðilar og birgjar - ábyrgðarkeðjan (Vendor/Supply Chain Management)

  • Aðstoð við mikilvægi (criticality): leiðbeiningar og stig (lágt / miðlungs / hátt).
  • Áhættumiðaðir DDQ-spurningalistar: valdir sjálfvirkt út frá áhættu.
  • Fyrsta endurskoðun sjálfvirkt: tímasett 2 vikum eftir skráningu þjónustuaðila.
  • Eftirfylgni á 1–3 ára fresti: byggt á mikilvægi (tíðni er stillanleg).
  • Árlegt „Yfirlit yfir þjónustuaðilalista“: sett á áætlun við skráningu fyrsta þjónustuaðila.

Stjórnskjöl (Governance Documents)

  • Skjöl stofnast sem drög; ef samþykktarferli er virkjað birtast þau sjálfkrafa við samþykki.
  • Útgáfustýring: búa til ný drög út frá síðustu birtu útgáfu; allar útgáfur sýnilegar og auðvelt að bera saman.
  • PDF: til varðveislu, deilingar og endurskoðunar.

Gátt fyrir ytri aðila (fyrsta útgáfa)

Óskað var eftir einfaldri leið til að deila stefnum, stöðlum og öðrum slíkum skjölum með t.d. eftirlitsaðilum, samstarfsaðilum, og viðskiptavinum.

  • Birta stjórnskjöl á gátt: annaðhvort öll skjöl eða valin skjöl.
  • PDF: tryggir samræmi og læsileika utan kerfisins.

Ýmsar smærri betrumbætur

  • Skýrari textar í leiðbeiningum og flæði.
  • Auðlesnari tímasetningar og verkefni.
  • Viðmót fínpússað í stjórnskjölum.

Hvað næst?

Verjumst heldur áfram að bæta og einfalda hlutina í markvissum skrefum - byggt á raunverulegri notkun og endurgjöf.

Hvernig Verjumst getur hjálpað

Það getur virst yfirþyrmandi að rata í gegnum allskyns kröfur, sérstaklega án sérfræðinga innanhúss. Verjumst er hannað einmitt fyrir þetta verkefni: við þýðum tæknilegar kröfur yfir í skýr, framkvæmanleg skref og hjálpum stjórnendum að uppfylla ábyrgð sína.

Tími til kominn að einfalda reglufylgni og bæta IT-stjórnun?

Óska eftir kynningu